Ferðakostnaðarnefnd Alþingis

Það stefnir auðvitað í óefni ef Alþingi getur ekki haft hlutina þannig að það sé bara farið yfir aksturbækur eins og gert er þar sem einhver þarf að borga kostnaðinn.

Margir eru sem þurfa að halda akstursbók sem vinna hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Þess vegna væri ákjósanlegt að siðanefndin væri líka ferðakostnaðarnefnd og sæi um þennan þátt þinghaldsins. Vissulega getur þetta verið óþægileg staða að vera með nefið niður í þessu, en ferðakostnaðarnefndi yrði að vera bundin trúnaði til að leysa það mál.

Þessi þáttur er svona svolítið í lausu lofti, dagpeningar og flugfarseðlar eru meira áþreyfanlegri og svo húsnæðiskostnaður sem dreifbýlisþingmenn fá.

Það þarf bara að fá þetta mál út úr heiminum og leysa það, en ekki grafa sig dýpra og dýpra í vitleysunni og láta þunga dóma falla á Alþingi sem er nú úr öllum takti við stjórnarskrána.

Svo væri hægt að nota aðstoðarmennina í þetta þegar það væru eyður hjá þeim.


mbl.is Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband