Virtur rithöfundur vill ekki að fólk komist í fjölmiðla og tjá sig þar um hlýnun jarðar. Fólk uppnefnt ef það hefur eitthvða fram að færar.

 Dr Hrönn Egilsdóttir sjávarlíffræðingur efndi til fundar í haust á vegum Háskólans í Reykjavík um súrnun sjávar. Var hann haldinn í bátaskýli vestur í Nauthólfsvík.

Hrönn var með fyrirlestur um þetta málefni og gaf fundarmönnum ádrátt um að hægt væri tjá sig eftir fyrirlesturinn. Þetta var ekki fjölmennur fundur svona innan við 20 manns. Fyrirlesturinn var prýðilegur og öll framsetning glögg og skilmerkileg, þannig að maður gat í fljótheitum áttað sig á því hvað er að gerast í sjónum að mati Hrannar og eftir hennar niðurstöðum með rannsóknum sínum.

Þegar orði var gefið frjálst stóð maður upp sem vildi tjá sig um málefni og þá varð einhver óstöðuleik í salnum og ég áttaði mig ekki alveg strax á því hver var fundarstjóri, en svo kom það í ljós. Ekki man ég svo gjörla efnisatriði fundarmansins en það var ágætlega fram sett, en það kom fljótlega fram að nauðsynlegt væri að vera varkár í ályktunu og vera á verði. Ræðumaður bar ekki brigður á málflutninga Hrannar en hægt var að finna einhverja mótstöðu í salnum.

Ég var búin að ákveða fyrir fundin að taka til máls og reifa ákveðið mál þarna og var því búin að legga línurnar um hvað ég ætlaði að ræða. Bað ég nú um orðið. Varð þá einhver órói aftur á fundinum og ég fann mótstöðu þyt fara um salinn og upplifði að ég væri ekki velkominn þarna. Maður á fremsta bekk  með blöð í hendinni rétt áður en ég hóf mál mitt, sagði er nú einn afneitarinn enn kominn og virtist vera sármóðgaður og var með uppsteyt. Fundarstjóri sussaði á þennan óróa og sagði að á fundinum ríkit málfrelsi.

 Það sem ég fjallaði um var að upp úr 1970 hafi verið mikið verið talað um súrt regn svo að til verulegra vandræði gæti horft með skóga. 'Eg sagðist hafa verið á ferð Svíþjóð og hefði sett mig í stellingar að taka eftir því hvernig skógur væri á sig kominn og hvort einhver tré væru að dauða kominn Lýst ég því yfir að mínum dómi hefði það skóglendi sem ég sá verið í fínu standi.

Ég tek það fram að þetta var ekki nein sérstök vísinda athöfn, að eins reynt að glöggva sig á ástandinu sem mér virtist vera þar sem ég fór um. Þarna höfðu verið miklir þurrkar, en var úr að rætast.

Ég lagði áherslu á að náttúran væri ráðgóð og brigðist við.

Þessi umræða leiddi til góðs. Þegar dr. Hrönn tók til máls velti hún þessu fyrir sér. Gerði hún ekki athugasemdir við mitt mál en útskýrði að ástæðan fyrir því að þessi súrnun regns hefði ekki svo mjög haft áhrif, væri að  brugðist hafi verið við þessari þróun,tímanlega, verksmiðjum lokað o.þ.h. Þetta getur nefnilega átt nú við með hlýnu jarðar að mannskepnan í samvinnu með nátturunni getur að að einhverrju leiti haft áhrif og betri afkomu jarðarinnar, þannig að þessum hlýnunarhalla verði útrýmt.

Annað dæmi nefndi ég og það var svona. Fyrir margt löngu kom upp umræða að fosfór væri komin yfir öll mörk í norskum firði. Var þetta rakið til landbúnaðar og höfðu menn áhyggjur af þessu. Náttúran  lét ekki leika á sig og einhverjir grænþörungar komu og eyddu öllum fósfórnu og átu hann.

Svo mótmæli ég rithöfundinum að það eigi að halda niðri umræðu um þessi alvarlegu mál og fólk megi helst ekki ræða þau.

Vísindi byggjast auðvitað á því að rökræða og velta hlutunum fyrir sér og taka eftir. Og ég mótmæli því að fólk sé uppnefnt sem afneitunarsinna þó skoðanir þess fari ekki saman við einhvern annan.


mbl.is Óboðleg umræða afneitunarsinnna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband