Lítið um rannsókir á því að moka ofan í skurði og litlar mælingar við að meta gagn af því.

Mér skilst að það sé ekki um auðugan garðar að gresja hvað varðar  mælingar hvað þurrkaðar mýrar séu séu að skila til andrúsmsloftsins af kodíoxið C02, en mikið talað um þetta.

IMG_2067Þá eru ekki almennilega vitað hvernig eigi að standa að því að moka ofan í skurði og gera mest allt þurrlendi að flóum og ófærum mýrum. Sennilega lítil umræða sem hefur farið framm um þetta í bændageiranum.

Svo kemur stóra spurningin hvernig á að bæta bændum þann skaða sem þeir hljóta af því að missa nytjaland frá sér, sem þessi aðgerð er í er raun og sann, raunveruleg eigna upptaka.

Ég hef ekkert heyrt um áætlanir þar að lútandi eða viðræður við bændur um þetta málefni.

100_5672Á sínum tíma var mikið talað um súrt regn og það mundi hafa alvarlegar afleiðingar á vöxt skóga og jarðargróðurs.

Skrifari átti þess kost að vera í Svíþjóð í hágróandanum á s.l. ári. Fór hann þá að hugleiða þessi mál og veita eftirtekkt hvort þess sæist merki að tré væru illa farinn eða dauð. Svo var ekki og allt í stífum grænum lit og skógargróður vel á sig kominn nema á svæðum þar sem þurrkar höfðu herjað á landsvæði eins og sagt hefur verið frá í fréttum.

IMG_2989Loftslagsbreytingar eru raunverulegar. Því held ég að sé óhætt að slá föstu, en erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þær hafa. Náttúran starfar eftir mörgum sjálfstæðum lögmálum sem koma mannskepnunni sífellt á óvart. Tilllífun og vinnsla Co2 í blaðgrænu og útskil á súrefni 02. Uppgufun frá höfum við aukinn hita og breytingar í regn og úrkomu, myndun fellibylja o.s.frv.

 Einu sinni var mikil fosfórmengun til umræðu í norskum fjörðum og var talin mikil mengun sem fór yfir öll mörk. Þá komu grænþörungar og átu allan fosfórinn.


mbl.is Tími risavirkjana liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband