Byssurnar frá Navarone og Gandreið á geimöld ævisaga RA

Var að enda við að lesa ævisögu Ragnars Arnalds sem ég fékk í jólagjöf. Hún var spennandi aflestrar líkt og Byssurnar frá Navarone í gamla daga.

Bókin er létt og lipurlega skrifuð og vel útfærð. Skipt í 6 hluta með undirtitlum. Hann rekur lífshlaup sitt í tímaröð sem jafnframt er tími þjóðar hans. Öllum atburðum í Alþýðubandalaginu er gerð góð skil. Fróðlegt og nauðsynlegt fyrir yngri kynslóðina að lesa. Ragnar er prúður og nærgætinn við samfeðamenn sína og tillitsamur við andstæðingana en getur oftast um það hvenær þeir dóu.

Störf sín kryddar hann ýmsum skopsögum eins og þegar gömul konan kom í menntamálaráðuneytið og vildi styrk til hljómleikahalds og helstu rökin voru að hún ætti sennilega skammt eftir ólifað. Hún lét að því liggja og hún mundi ganga aftur  og ofsækja menntamálaráðherra ef hún fengi ekki styrk. Bílstjóri einn lýsti hremmingum sínum við kerfið. Mjög svo skrýtið erindi. Hann þurfti snæri til að toga fótinn af bensíngjöfinn og flytja hann yfir á bremsuna  vegna aldurs og vildi einhverja undanþágu til að fá akstursleyfið endurnýjað. Svo var það nóbelskáldið sem þurfti að glíma við símastaura og allskonar.

Ragnar fór frekar úr miklu annríki, heldur enn að missa af útför ömmu gömlu.

Ragnar lýsir því mjög hvernig sultardropi getur myndast við mikinn kulda ef nef er bogið. Það var í sambandi við þegar þeir áttust við Gunnar og Geir.

Bókinn er hafsjór af fróðleik um stjórnmál og þjóðfélagsmál sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Afar gott að lesa hana því letrið er svo gott og línubil þægilegt fyrir eldra fólk.

Segja má að Ragnar Arnalds hafi verið brimvörn okkar í því að glopra ekki sjálfstæðismálunum í hendur Evrópusambandinu og var langhlaupari í andstöðunni við erlent herlið á Íslandi.

Öllum þingkosningum og stjórnarmyndunarviðræðum eru gerð góð skil og magnað hvað hann setur sig vel inn í fjárhagsmálefni ríkisins. Hann segir frá lítríkum ferðalögum og margt er skemmtilegt í bókinni. Kaflinn um hinn Mikla flokk sem átti að verað mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn er raunalegur og ansi langur en endar eiginlega þannig að það Logar enn, ekki hægt að slökkva í glæðum vinstri- og félagshyggjuafla.

Þá greinir hann frá samtali við Guðjón Skarphéðinsson þegar Guðjón vill fá jeppan lánaðn í partý á Blönduósi. Þar upplýsir Guðjón um atvik í sambandi við Geirfinnsmálið sem ég hafði ekki vitað um.

Og svona væri endalaust hægt að endur segja frá þessari svo vel skrifuðu sögu. Svo voru það auðvitað langar ritgerðir um skáldskapinn og allt það.

Ég man eftir því að einu sinni var haldið málþing með listaspírum um menningu og listir í Alþýðubandalaginu. Einhver ungur maður spurði Ragnar hvort hann gæti skilgreint sig sem listamann.,, Já sagði Ragnar ég er listamaður, hef verið alla mína ævi á lista"

G- listinn var góður listi.


Bloggfærslur 27. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband