,,Andlegur leiðtogi íslensku útrásarinnar"

Í ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar sem ber nafnið Saga af forseta eftir Guðjón Friðriksson sem kom út hjá Máli og menningu 2008 segir svo á blaðsíðu 463:

,, Í grein í breska blaðinu Observer í nóvember 2005 sagði um forseta Íslands að hann væri,, í forsvari fyrir eina kraftmestu fjárfestingarvél heims".112 Þar var átt við svokallaða útrás Íslendinga en Ólafur hefur frá því að hún hófst fyrir alvöru árið 1998 unnið náið með langflestum af helstu frumkvöðlum hennar og liðkað fyrir ýmsum meiriháttar fjárfestingum erlendis með alþjóðlegum tengingum, samböndum sínum og nærveru sem þjóðhöfðingi. Í leiðara Blaðsins 15. mars 2006 var Ólafur kallaður ,, andlegur leiðtogi íslensku útrásarinnar". 113"

Svo mörg voru þau orð.,, Já  miklir menn erum við Hrólfur minn"

Því má svo bæta hér við að Ólafur er höfundur Útflutningsleiðarinnar eða Grænu bókarinnar sem er nokkurskonar leiðarvísir hvernig útrásin á að ganga fyrir sig og hefur hann vafalaust notað hana sem forskrift við störf sín sem forseti Íslands.

Útflutningsleiðarinnar er getið í framangreindri bók á bls. 61 og naut Ólafur aðstoðar Más Guðmundsson hagfræðings, núverandi seðlabankastjóra.

Það er gömul saga og ný að þegar forustumenn þjóða eru komnir með allt niðrum sig heima fyrir og margt þar í hönk að þá er gjarnan notuð sú aðferð að ráðast á einhvern utan landsteinana til að draga athyglina fár eigin verkum.


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband