Engin hatursáróður í garð Bakkavarabræðra

Eftir að hafa skoðað þetta mál sem fréttin upplýsir er ekki hægt að sjá að um hatursáróður sé að ræða.

Ritstjórinn er einvörðungu að upplýsa málefni sem er í umræðu líðandi stundar vegna Hrunsins.

Mér finnst ritstjórinn einmitt mjög málefnalegur. Leggur fram glöggar tölur máli sínu til stuðnings.

Það er rætt um lántökur og afskriftir og reynt að gera sér grein fyrir af hverju mál eru svona en ekki hinsegin.

Menn verða að þola opinbera umræðu og í svona ástandi geta fólk fengið á sig verulegar skrámur og byltur.

Viðkomandi aðilar áttu jafnan kost sem og aðrir að svara fyrir sig í viðkomandi athugasemdarkerfi en þar fer þessi umræða fram. Þeir hefðu getað leiðrétt ef eitthvað var missagt en kusu að gera það ekki.

Heldur er farin sú leið að stefna málinu til dómstóla sem ég hélt að að allir vissu að væri fullreynd og er bara kostnaður og tap af því samkvæmt nýlegum málum þar um, en virðist aðallega að mínu mati til þess fallin að hræða.

Það eina sem ég get séð er að bræðurnir eru kallaðir Bakkabræður en á væntanlega að vera Bakkavarabræður og verður sennilega að skrifast á fljótfærni.

 


mbl.is Segja Inga ýta undir andúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband