Hvað varð af eignum Samvinnumanna?

Þegar maður var í skóla hér í gamladaga þá var alltaf annaðslagið verið að rifja upp gamalt námsefni.

Nú er öldin önnur og verið að velta því fyrir sér hvað varð af eignum almennings og ýmissa hópa í þjóðfélaginu.

Sumir verða voða reiðir yfir þessu og telja þetta ekki ásættanlegt að vera í slíkri upprifjun.

Þegar Samband íslenskra samvinnufélaga SÍS fór í þrot varð það ekki gjaldþrota. Það var tekið yfir af Landsbankanum og hann stofnaði eignarhaldsfélag sem hét Hömlur, sem svo vélaði með það sem var eftir af fyrirtækjasamstæðunni.

Svo lentu þessi fyrirtæki í hendur örfárra manna og almenningur botnaði ekki neitt í neinu.

Þetta þarf allt að rifja upp og kafa oní og gera uppskátt. Færsluhöfundur er engin sérfræðingur í þessum málum.

En hann vill t.d fá að vita hvort eitthvað verði gert í í sambandi við málefni Samvinnutrygginga og síðar Giftar en þar átti færsluhöfundur réttindi vegna 47 ára hollustu við það fyrirtæki. Bæði með bílatrygginar og svo myndarlegan búrekstur í 23 ár og var talinn ,, góður rekstra maður" hvort heldur talið var í göngum og smalamennskum eða við almennan búrekstur.


mbl.is Umfjöllun Teits eða upprifjun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkistjórnin stendur í brúnni

Það er ánægjulegt að vöruviðskipti séu hagstæð fyrir þjóðarbúið.

Undirstaða allrar hagfræði er að eyða ekki meiru en aflað er.

Þannig er ekki hægt að gefa meiri hey að vetri en aflað er að sumri.

Ríkistjórnin stendur vaktina í brúnni, þó ýmsir  hávaða menn hrópi að henni úr öðrum sóknum.

Líklega verður það sögulegt hlutverk vinstrimanna að endurræsa þjóðfélagi efir Hrunið, sem íhaldið og frjálshyggjuna eru ábyrg fyrir.


mbl.is Vöruviðskipti hagstæð í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband