Ekkert rætt um veðurspána á Alþingi

Alþingismenn mærðu bændur fyrir dugnað og ósérhlifni  í umræðum á Alþingi í dag og vissulega stóðu þeir sig vel þegar á hólminn var komið.

En það var ekkert rætt um veðurspána á Alþingi eða hvort bændur hefðu hlustað á spána. Dæmi eru um að allur hrútahópurinn sem var heima við sé týndur og hafi ekki verið hýstur.

Páll Bergþórsson heldur því fram að þetta veður hafi verið fyrirséð. Bændur halda því fram að veðrinu hafi ekki verið spáð. Það þarf að leiða hið rétta í ljós.

Sjálfur hef ég skoðað veðurspána vikuna fyrir hamfaraveðrið og get ekki séð að veðrinu hafi verið spáð, sjá hér. http://thorsteinnhgunnarsson.blog.is/blog/thorsteinnhgunnarsson/entry/1257673/?preview=1

En ég hef líka verið upplýstur af þeim sem til þekkja að þessi norðan strengur hafi legið fyrir í háloftunum. Veðurstofan hafi ef til vill ekki verið nógu sköruleg.

Hér þýðir ekki að kenna einhverjum um, heldur læra ef um einhver mistök hafi veriða að ræða og ræða málið til niðurstöðu.

26. oktober 1995 gekk norðan fárviðri yfir landi svo sem kunnugt er.

Í annálum eða í góðlátlegu spaugi á Þorrablóti sveitahreppanna í A-Hún. kom fram að færsluhöfundur hafð hýst allt sitt fé á meðan margir gerðu það ekki og voru að draga fé úr skurðum og gilskorningum. Þess vegna er þetta mál mér svolítið hugleiki og mér skylt.


mbl.is Tjón sauðfjárbænda verður bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bifreiðaeftirlitsmenn á Íslandi 1952

Bifreiðamenn Íslands 1952Hér má sjá mynd af bifreiðareftirlitsmönnum á Íslandi 1952 en myndin er orðin 60 ára gömul. Fékk ég myndin hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði að mig minnir og leyfi til að nota hana. Ekki veit ég hver á hana en Bifreiðaeftirlit ríkisins var rekið af því opinbera og er myndin væntanlega þaðan komin.

Hlutverk Bifreiðaeftirlit ríkisins var að framkvæma skoðun á vélknúnum ökutækjum fræðsla á meiraprófsnámskeiðum og að vera prófdómendur þegar ökumenn tóku hið minna og hið meirapróf bifreiðastjórnunar. Vegaeftirlit á landsbyggiðinni og að kanna ástand ökumanna.

Á myndinni þekki ég tvo kappa, þá Geir Bachmann í Borgarnesi og föðurbróður minn Berg Arnbjörnsson, Bíla-Berg, bifreiðeftirlitsmann á Akranesi. Ég átti þess kost að ferðast með þeim töluvert um Norðvesturland þar sem þeir voru við störf sín. Þeir voru nokkurskonar lögreglumenn í byggðarlögum og voru íhlutunarsamir um hátterni ökumanna og búnað og ástand ökutækja.

En störfin voru margvísleg. Eitt sinn var Bergur sendur af sýslumanni Skagfirðinga að gera upptæka bruggverksmiðju hjá bónda einum í Skagafirði. Honum rann svo til rifja aðstæður á heimilinu að hann hóf fjársöfnun til handa bóndanum. Afhenti hann bónda álitlega peningaupphæð með þeim orðum að hann skyldi hætta þessu bruggstandi. Bóndi hætti áfengisneyslu og varð nýtur maður sinnar sveitar upp frá því.


mbl.is Ökumenn undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband