Veðurspáin í hamfaraveðrinu

Fyrir séð segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur í Morgublaðinu í dag; „Það er rétt sem bændurnir segja að þeir hafi sjaldan kynnst öðru eins. Áhlaupið kemur sér sérstaklega illa þegar svona mikið af lömbum er enn í haga og ekki komið í sláturhús,“ segir Páll en bendir á að veðrið hafi verið fyrirsjáanlegt.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að strax 3. september sl. hafi tíu daga spár bent til þessa og spárnar styrkst eftir því sem nær dró. Nokkrum dögum áður en óveðrið gekk yfir benti Páll á fasbókarsíðu sinni á að norðanhret væri í aðsigi", segir á Mbl.is kl 7:55

Þegar veðurfréttir eru skoðaðar frá 3.sept og alla vikuna er ekki hægt að greina það á kortum eða ummælu veðurfræðinga að þetta veður sé í aðsigi. 

Á fimmtudaginn 6.sept er ekkert hægt að merkja um fyrirboða þessa veðurs.

Á föstudaginn 7. sept. er veðurfræðingurin tvístígandi en engin aðvörun gefin.

Það er ekki fyrr en á laugardaginn 8. sept. að veðurfræðingurinn er mjög afgerandi með spána. Vaxandi lægð 976 mm mjög hvasst og á sunnudaginn spáð stórhríð 35- 40 m/sek.

Það er of seint.

Þannig að mitt mat er að ekki sé hægt að fallast á þessi ummæli Páls og veðrið hafi á engan hátt verið fyrir séð hinum almenna bónda eða stjórnvöldum. Allavega eftir að hafa skannað veðurkortin eins og þau eru framsett í veðurfréttatíma.


mbl.is „Leitinni er að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband