Alþingi nýtur meira trausts en forsetinn

Forsetinn leit bar vel út og kom vel fyrir. Honum mæltis alveg þokkalega enda er hann vanur ræðumaður.

Hann er snillingur að því leiti að geta stjórnað umræðunni með því að beina máli sínu að einhverju tilteknu málin.

Nú heitir það vandi Alþingis. Á meðan það er rætt veit hann að ekki er verið að ræða vanda forsetans og þáttöku hann í útrásinni og hugmyndafræði sem hann er höfundur að sjálfur með ritun Útflutningsleiðarinnar.

Skoðum traustið nánar:

Í síðustu forsetakosningum hlaut Ólafur Ragnar Grímsson 84.036 atkvæði og hafði tapað nokkru fylgi frá síðustu forsetakosningum.

Alþingi Íslendinga hlaut samtals 193.934 atkvæði í síðustu alþingiskosningum. Þannig að það eru miklu fleiri kjósendur á bak við Alþingi en forsetan.

Núverandi stjórnarflokkar eru með samtals 96.338 atkvæði sem er umtalsverður meirihluti miðað við Ólaf Ragnar Grímsson.

Mér er sama þótt forsetinn reyni að plata og beina sjónum að einhverju öðru en sjálfum sér.

En hann platar mig ekki.


mbl.is Tekið verði á vanda Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband