Ágreiningur jafnaður um framsal forsetavalds

Ágreiningur er risinn milli forsætisráðherra sem fer með málefni forsetaembættisins og Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Snýst það um á hvað tímapunkti forsetavald er fært yfir til handhafa forsetavalds, svo og útlagðan kosnað og tímaleysi handhaf forsetavalds. Nú er sem kunnugt erfiðir tímar og í mörgu að snúast fyrir handhafa forsetavalds og er þeim örðug um vik að flengjast í tíma og ótíma 100 km til að taka í höndina á forseta Íslands vegna utanferða hans, sem eru margar.

Í yfirlýsingu Ólafs Ragnar Grímssonar segir eftirfarandi; Allt frá stofnun lýðveldisins hefur þessi flutningur á forsetavaldinu verið í formi handabands við brottför forseta þar eð ekki hefur fundist annað form sem tryggði jafn vel að enginn vafi væri um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu, valdi sem t.d. getur skipt sköpum við setningu laga".

Takið eftir; ,,  þar eð ekki hefur fundist annað form". Þessa röksemd er ekki hægt að taka gilda.

Ég legg því til að útbúið verði eyðublað  á löggiltum skjalapappír þar sem valdaskiptin verða bókfest og allir hlutaðeigendur sem málið varðar skrifi undir og undirskriftirnar verði vottaðar.

Í skjalinu komi fram hvert forseti er að fara, erindi og hve lengi forseti hyggst dvelja erlendis. Klukkan hvað valdaskiptin fara fram og símanúmer ef eitthvað kemur upp á.

Skjalið verði í fjórriti og heldur hver aðili einu eintaki hver. Lögregla fylgi forseta út á flugvöll og votti það að hann hafi farið úr landi.

Þessi undirskrift eigi sér stað í annaðhvort skiptið í stjórnarráðinu og hitt skiptið á Sóleyjargötunni. Hlutkesti verði látið ráða hvorum staðnum verði skrifað undir fyrst eftir að þessi tilhögun tekur gildi


mbl.is Framsalið í formi handabands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband