Ágreiningur er risinn milli forsætisráðherra sem fer með málefni forsetaembættisins og Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Snýst það um á hvað tímapunkti forsetavald er fært yfir til handhafa forsetavalds, svo og útlagðan kosnað og tímaleysi handhaf forsetavalds. Nú er sem kunnugt erfiðir tímar og í mörgu að snúast fyrir handhafa forsetavalds og er þeim örðug um vik að flengjast í tíma og ótíma 100 km til að taka í höndina á forseta Íslands vegna utanferða hans, sem eru margar.
Í yfirlýsingu Ólafs Ragnar Grímssonar segir eftirfarandi; Allt frá stofnun lýðveldisins hefur þessi flutningur á forsetavaldinu verið í formi handabands við brottför forseta þar eð ekki hefur fundist annað form sem tryggði jafn vel að enginn vafi væri um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu, valdi sem t.d. getur skipt sköpum við setningu laga".
Takið eftir; ,, þar eð ekki hefur fundist annað form". Þessa röksemd er ekki hægt að taka gilda.
Ég legg því til að útbúið verði eyðublað á löggiltum skjalapappír þar sem valdaskiptin verða bókfest og allir hlutaðeigendur sem málið varðar skrifi undir og undirskriftirnar verði vottaðar.
Í skjalinu komi fram hvert forseti er að fara, erindi og hve lengi forseti hyggst dvelja erlendis. Klukkan hvað valdaskiptin fara fram og símanúmer ef eitthvað kemur upp á.
Skjalið verði í fjórriti og heldur hver aðili einu eintaki hver. Lögregla fylgi forseta út á flugvöll og votti það að hann hafi farið úr landi.
Þessi undirskrift eigi sér stað í annaðhvort skiptið í stjórnarráðinu og hitt skiptið á Sóleyjargötunni. Hlutkesti verði látið ráða hvorum staðnum verði skrifað undir fyrst eftir að þessi tilhögun tekur gildi
![]() |
Framsalið í formi handabands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.8.2012 | 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 17. ágúst 2012
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 502
- Frá upphafi: 601406
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar