Veik staða Framsóknar í Húnavatnssýslum, Ströndum og Vestfjörðum

Ásmundur E. Daðason er til heimilis í Dölum vestur. Það má gera ráð fyrir að hann hafi drjúgt fylgi  þar og um nærsveitir.

Eftir sem áður verður veik staða Framsóknar í Húnavatnssýslum þar sem burðarásarnir hafa lengst af setið svo sem Björn á Löngumýri og Páll á Höllustöðum.

Þá eru Strandir ótaldar þar sem Hermann Jónasson var lengi þingmaður og allir Vestfirðir með öllu þéttbýlinu þar en Steingrímur Hermannsson var alþingismaður á þeim slóðum lengi vel.

En mestu áhrifin sem innganga Ásmundar í Framsóknarflokkinn hefur á stjórnmálalífið er brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum og af vettvangi þingflokks Framsóknar.

Það leiðir hugann að því hve Framsókn og reyndar þingflokkar eru ginkeyptir fyrir því að samþykkja inngöngu flökkuþingmanna án þess að leggja mat á hvaða pólitískar afleiðingar það hefur á viðkomandi flokk og landsvísum og í hvaða erindagjörðum þingmenn eru þegar þeir banka upp á krefjast inngöngu eins og hverju öðru farfuglaheimili.

Hvort þeir eru að því til að hrekkja aðra, efla eigin hag eða bara fá gistingu og aðstöðu.


mbl.is Ásmundur Einar gefur kost á sér í 2. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband