Grillmeistarar hrunsins óttaslegnir

Nú er verið að tala um það að Alþingiskosningar geti hugsanlega orðið í haust.

Þá bregður svo við að grillmeistarar hrunsins  verða skyndilega óttaslegnir. Það er nú ekki gæfulegt fyrir þá að þurfa að fara eins og brunnir kjúklingar án skrautfjaðra í kosningar. Fólk verður að fara taka ákvörðun hvort það ætli að fara eða vera í framboði.

Merkilega er umræðan sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stóð fyrir um ,,ekki" ráðningu Þorgerðara Katrínar Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóra Hörpunnar. Varla hefur hún þurft á nýju starfi að halda nema að sé einhver kosningabeygur komin í hana.

Svona verður um fleiri Hrunverja þeir fara að verða órólegir þegar þingkallið kemur.

Svo hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki enn gert innri úttekkt á afleiðingum stefnu sinnar eins og um var rætt á einhverjum landsfund að flokkurinn þyrfti að líta í eigin barm og gera upp hrunið.

Mig minnir að það  það hafi bara verið gert grín að því þegar farið var að tala um slíkt og það væri sóun á pappír að standa í slíku.

 


mbl.is Stefnt að þingkosningum í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband