Vanræksla forseta Íslands?

Mál þetta er á ábyrgð handhafa löggjafarvaldsins.

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvald.

Lögin sem gilda í þessu máli eru frá árinu 2000 nr. 24,  16. maí.

Einsýnt er að blindur eða lasburða kjósandi vill frekar hafa persónulegan hjálparmann en opinberan.

Við lagasetninguna hefur eitthvað farið úrsskeiðis sem hefði verið hægt að bæta úr við yfirlestur.

Forseti Íslands fær lög til yfirlestur og samþykkis og eða synjunar. Hann er nokkurskonar endurskoðandi lagatextans.

Honum ber því að lesa textann vel yfir, gera á honum rannsóknir og greiningar og bera textann saman við alþjóðlega samninga og skuldbindingar sem við höfum undirgengist. 

Þá þarf hann að gaumgæfa að lögin standist stjórnarskrá, sér í lagi þar sem við höfum ekki stjórnlagadómstól. Þetta er mitt mat á störfum forseta við dagsbrún nýrrar aldar.

Ef hann verður var við hnökra á málatilbúnaði ber honum umsvifalaust að gera viðkomandi ráðherra viðvart svo hægt sé að bæta úr. Sú hefur ekki orðið raunin í þessu málið og þegar bankað er upp á í þessu málið eru það dómara sem koma til dyranna.

Þetta mál er snautlegt fyrir forsetann og furðulegt að hann hafi lagt á stað með þessa brotalöm í farteskinu.


mbl.is Telja framkvæmdina mannréttindabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband