Áfengiskrafan

Alþingismenn lúta nokkuð öðrum lögmálum við störf sín en almenningur. Þeir eru kosnir fulltrúar og eru í raun ekki með neinn húsbónda yfir sér, nema lög og reglur. Nú skilst mér að það sé ekki vel séð að alþingismenn séu undir áhrifum áfengis við störf sín á fulltrúasamkomunni.

Það hefur þó komið fyrir að kaupstaðalykt sé af mönnu eftir því sem fréttir herma. Almennt er mikið umburðarlyndi gagnvart áfengi hjá okkur Íslendingum.

Í þessu tilfelli sem hér um ræðir ber viðkomandi alþingismaður háttvirtur Jón Gunnarsson af sér sakir og fullyrðir að hann hafi ekki bragðað áfengi.

Það getur ekki verið hlutskipti alþingismanna að upplýsa það í pontu hvort kaupstaðarlykt sé af hinum eða þessum alþingismönnum. Hitt er svo annað mál að alþingismenn gætu verið með sérstaka pontufundi á þessu sviði og rætt þar áfengismálin vítt og breytt.

En þar sem þessi brennivínsmál á Alþingi, eru komin í hámæli, þá geri ég þá kröfu sem aðili að Alþingi Íslendinga í gegn um kosningarétt minn, að forseti Alþingis kanni það með lögmætum hætt, þá og þegar svona mál koma upp. Viðkomandi alþingismenn blása í blöðru þannig  að rétt niðurstaða sé fengin strax svo ekki þurfi að eyða dýrmætum tíma og pexa um þessa hluti. 


mbl.is Telur ummælin vítaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband