Fráfarandi forseti í hönk?

Fráfarandi forseti setti af stað atburðarás í nýársávarpi sínu. Hann mælti fram mikið orðskrúð sem hægt var að skilja á ýmsa vegu.

Hlupu þá upp nokkrir menn og hófu að safna undirskrifum til stuðnings áframhaldandi setu fráfarandi forseta í embætti. Þetta leikrit gekk svona fram eftir öllum Þorra og Góu. Söfnuðust færri en áætlað var í upphafi.

Fyrirliði söfnunarmanna spurði forseta hvort þetta átak væri ekki í lagi. Fráfarandi forseti sagðist ekkert skipta sér af málinu og lét kyrrt liggja.

Margt manna safnaðist á þennan lista. Engin veit hvar listinn er eða hvort hann verði birtur eða brenndur.

Þess vegna er það óskiljanlegt að fráfarandi forseti mælist svo lág í skoðanakönnunum sem raun ber vitni með allan þennan mannfjölda á bak við.

Í raun má segja að hann sé komin í hönk með framboðsmálefni sín, hvernig svo sem mál fara. Þetta var aldrei það sem átti að gerast.

Undirskriftasöfnunin átti að vera öryggisgirðin um að engin þyrði í í frjálst framboð, að mínu mati.

Þannig að það eru ýmsir listar sem þarf að kanna, þó það geti að lokum orðið hlutverk sagnfræðinga að rekja slík málið.


mbl.is Grunur um rangar undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband