Sjálfstæðismenn sprenghlægilegir

Einhverar hugrenningar virðast svífa innan veggja í Valhöll að Sjálfstæðismenn geti notað dómara Landsdóms eins og einhvern flokk á Sturlungaöld til að koma fram hefndum um niðurstöðu Landsdóms um brot Geirs Haarde fv. forsætisráðherra á 17. grein stjórnarskra Lýðveldisins Íslands komist þeir til valda.

Ég held að það hafi engum manni dottið í hug að slíkt væri hægt nema  Sjálfstæðismönnum og að það þurfi að vera ítreka það í dreifibréfi kemur á óvart.

Þetta er í raun sprenghlægilegt en þó í raun sorglegt að menn haldi það að einhver einn aðili ráði yfir fjölskipuðum blönduðum dómi eins og Landsdómur er uppbyggður.

Þetta er gróf móðgun við dómara Landsdóms að ía að því að þeir séu strengjabrúður. Þetta er í raun aðför að löglegum Landsdómi.

Sjálfstæðismenn ráða bara yfir sjálfum sér. Aungvum öðrum.


mbl.is Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband