Hver er Hrói Höttur?

Mál eru nú farin að gerast æði flókin fyrir almenning að átta sig þarna í Fjármálaeftirlitinu.

Hæstaréttarlögmenn eru kallaðir á vettvang til að rýna í álitsgerðir hæstaréttarlögmans um meint vanhæfi forstjóra FME fyrir langalöngu. Þeir segja ekkert lögbrot framið en málið frekar af siðfræðilegum toga. Þá dettur manni helst í hug að prestar hefðu átt að ganga í málið.

Svo kemur upp úr dúrnum að litli Landsbankamaðurinn hafi guðað á glugga hjá Gunnari með einhverja pappíra um fjárhagsmálefni alþingismanns, þegar allir voru háttaðir og búnir að fara með Faðirvorið.

Gunnar segir að það sé fjarstæða hann hafi engin slík gögn séð.

Svo kærir stjórn FME eitthvað sem ekkert er, að því er virðist og engin veit neitt.

Svo setja menn öðrum mönnum fresti fyrir miðdegikaffi og þá eru menn allt í einu reknir fyrir morgunkaffi.

Svo segja menn bara eins og ekkert sé, við hittumst bara hjá dómaranum, lagsmaður. Eins og þar sé eitthvert félagaheimili.

Er nema von að almenningi sé brugðið.


mbl.is Er brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband