Þversögn Bjarna

,,Bjarni gaf lítið fyrir svör Guðbjarts og sagði að enn kæmi engin skýr svör um það hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í málinu. Sagðist hann telja að í því kristallaðist vandi sem ríkisstjórnin gæti ekki leyst. Ef standa ætti undir þeim væntingum sem fólk gerði til velferðarkerfisins væri ekki hægt að fylgja þeirri efnahagsstefnu sem fylgt hefði verið með sífelldum skattahækkunum og minni fjárfestingum."

Í þessum ummælum Bjarna felst mikil þversögn. Ekki er hægt að auka útgjöld velferðarkerfisins nema afla fjár til þess og það er gert með sköttum.

Fjárfestingar leiða ekki endilega til betra efnahagslífs, ef fjárfestingin fer í eintóma vitleysu og gefur ekkert af sér. 

Hægt er að auka framleiðslu og verðmætasköpun án þess að endilega að auka fjárfestingu. Það er gert með því að nýta betur það sem fyrir er. Dæmi; góður bóndi getur aukið heyfeng sinn með endurræktun gamalla túna.

Aftur á móti er erfitt fyrir efnahagslífið og ríkissjóð þegar hann er að selja framleiðslufyrirtæki eins og t.d Sementsverksmiðju ríkisins og andvirðri er ekki greitt og ríkissjóður verður af söluandvirðinu og líka framleiðslutækinu.

Þetta þurfa þeir Bjarni og Sigmundur Davíð að velta fyrir sér og ræða í sínum flokkum.


mbl.is Vandi sem stjórnin gæti ekki leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband