,,Yfirtökumenn" Sementsverksmiðju ríkisins

Þeir sem fengu verksmiðjuna sem ég kalla ,,yfirtökumenn",  virðast aldrei hafa borgað hana, höfðu yfirráð yfir framleiðslu verksmiðunnar í 8 ár og gátu afhent henni (selt) möl og sand og tekið út sement sem þeir notuðu áfram m.a. í eigin þágu (BM Vallá ).

Þegar verksmiðjan er afhent var allur bílaflotinn nýendurnýjaður og á þeim tíma var sá bílafloti meira virði en það sem verksmiðjan í heild sér var seld á. Þá voru allir lagerar verksmiðjunnar fullir af sementi, að verðmæti einhverra hundruð milljóna króna, eftir mínum heimildum. Væntanlega hafa verið þarna skuldir á móti. Fróðlegt væri að efnahagsreikningur verksmiðjunnar væri birtur á þessum tímapunkti sem hún var seld svo hið rétta komi í ljós.

,,Yfirtökumenn" hafa því ráðið yfir verksmiðjunni í 8 ár. Þeir skila henni svo á lokum inn í nauðasamninga og fékk ríkið 12 milljónir og varla von á meiru þegar ekki var gengið eftir greiðslu.

Það væri nú fróðlegt að fjölmiðlamenn færu nú yfir þetta mál á blaðamannafundinum á morgun sem Víglundur Þorsteinsson fv. framkvæmdastjóri BM Vallár og fv. formaður Vinnuveitendasambands Íslands að mig minnir,  hefur boðað til.
mbl.is 12 milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband