Þungvopnaður strokufangi frá Litla-Hrauni

Maður með fánaÉg held að borgarstjórinn í Reykjavík ætti nú að athuga sinn gang varðandi ummæli sín varðandi meðferð skotvopna í öðrum löndum.

Eðlilegt væri að gaumur væri að því gefin hvernig standi á því að strokufangi frá Litla-Hrauni gengur um þungvopnaður og menn ræði ástand í eigin landi heldur en að vera skamma aðra.

Hvað hefði gerst ef viðkomandi hefði birst í Kringlunni? Sem betur fer gerðist ekkert slíkt.

Hér í einatíð þegar kvótakerfi var sett á í landbúnaði var farið í það að telja allan bústofn og var það ærið verk.

Nú ber brýna nauðsyn til að nota tækifærið til að kalla eftir öllum skotvopnum í landinu og endurnýja skrár um þau.  Öll skotvopn eru skráningar skyld en gott er að uppfæra slíka skrá.

Þá þarf að reka áróður fyrir því að byssueigendur hafi byssur sínar á öruggum stað og sérstaklega séu skot og magasín geymd í læstri hirslu.


mbl.is „Hálfvitar með riffla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband