Slydda og rigning

,,Í Morgunblaðinu 14 september kemur fram, að strax 3. september sl. hafi tíu daga spár bent til þessa og spárnar styrkst eftir því sem nær dró. Nokkrum dögum áður en óveðrið gekk yfir benti Páll ( Bergþórssson fv. veðurstofustjóri innskot færsluhöfundur.) á fasbókarsíðu sinni á að norðanhret væri í aðsigi", segir á Mbl.is kl 7:55"

Þegar veðurfréttir í sjónvarpi eru skoðaðar frá 3.sept og alla vikuna er ekki hægt að greina það á kortum eða ummælu veðurfræðinga að þetta veður sé í aðsigi. 

Á fimmtudaginn 6.sept er ekkert hægt að merkja um fyrirboða þessa veðurs.

Á föstudaginn 7. sept. er veðurfræðingurin tvístígandi en engin aðvörun gefin.

Það er ekki fyrr en á laugardaginn 8. sept. að veðurfræðingurinn er mjög afgerandi með spána. Vaxandi lægð 976 mm mjög hvasst og á sunnudaginn spáð stórhríð 35- 40 m/sek.

Það var semsagt spáð rigningu og slyddu alla vikuna. Það geta allir séð með því að skoða veðurspána í sjónvarpi. En það er ekki norðan stórhríð eða hamfaraveður með mikilli fannkomu.

Ég átti símtal við veðurstofustjóra um veðurfréttir á þessum tíma en mun ekki vitna í tveggja manna tal hér af kurteisi og vegna þess að mér finnst það ekki háttvís.

Í mínum huga er það alveg klárt að fyrir hinn almenna bónda var ekkert í sjónavarpsveðurfréttum alla vikuna sem gaf tilefni til þessa veðurs fyrr en á laugardaginn.

Hvort Veðurstofan hafi verið með einhver gögn í sínum fórum eða fv. veðurstofustjóri haft aðgang að upplýsingum sem almenningur hafði ekki og ekki voru bornar fram skal ósagt látið.


mbl.is Ítrekað varað við óveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband