Próventa

Próventa er það kallað þegar einhver gefur fé með þeim skilyrðum , að hann sjái fyrir gefandanum í ellinni. Fékk þá viðkomandi að vera í horninu áhyggjulaus sem kallað var.

Í þessu máli kemur fram að Eir skuldar íbúðalánasjóði og lífeyrirsjóðunum sex milljarða og íbúunum tvo milljarða  sem er fyrir búseturétt og má segja að það sé nokkurskonar andlag af próventu.

Aðalaðtriðið er að búið sé svo um hnútana að gamla fólkið geti verið þar sem það ákvað að setja sig niður í viðkomandi öryggisíbúðum. Það verða allir að standa með gamla fólkinu og ekki vera að blása þetta mál meira upp en tilefni er til. Það eykur einungis á vanlíðan þessara eldri borgara.

Ekki kemur fram í fréttinni hver raunveruleg staðan er, en vitað er að eiginfjárstaða er neikvæð, það er skuldir eru meiri en eignir. Það var augljóslega erfið staða að lenda með þessar framkvæmdir á þessum tímapunkti en væntanlega hefur verið gert rétt að klára framkvæmdirnar svo íbúðirnar kæmust í notkun.

Hæpið er að kenna neinum einum um þessa stöðu og illa trúi ég því að þarna hafi verið misfarið með fé.  Aðalatriðið er halda áfram með reksturinn óháð því hvernig gengur á próventuna. Ef til vill tapar einhver einhverju eða það verður eitthvað minna til arfsskipta.

Þannig horfir þetta mál fyrir mér og í mínum huga er aðalatriðið að íbúar geta dvalið þarna áfram og sýnist mér ekkert horfa til að svo geti ekki orðið ef haganlega er haldið á málum.


mbl.is Íbúar upplýstir um erfiða stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband