Foringi Framsóknarflokksins barnalegur

,, Sagði Sigmundur að stjórninni hefði „ekki tekist að nýta þá einstöku möguleika sem Íslendingar höfðu til að vinna á skuldavandanum og eyða kreppunni við upphaf kjörtímabilsins.“Segir í fréttinni.

Ja heyr á endemi.

Að maður sem telur sig fullgildur stjórnmálaforingi skuli láta þetta út úr.

Staðreyndir málsins er að við upphaf stjórnartíðar ríkistjórnarinnar var sú að allar lánalínur lokuðust og fyrirgreiðsla um lán til að standa í skilum var ekki fyrir hendi. 

Gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinnar var uppurinn.

Hér blasti jafnvel við að landsmenn hefðu ekki aðföng svo sem eldsneyti, fóðurbætir eða lyf fyrir sjúka.

Og hvaða einstöku möguleikar voru þetta sem landsmenn höfðu?

Og um skuldavandan má benda á að ríkisstjórn er bundin því að fara eftir stjórnarskrá og getur ekki bara keypt sér strokleður og strokað skuldir út eftir pöntun. 

En það eru erfiðleikar hjá okkur framundan. Það er engin spurning.

En svona málflutningi Framsóknarforingjans er algerlega vísað ábug.


mbl.is Skuldir þjóðarbúsins hafa aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband