Við fjallavötnin fagurblá

Ferjumaður yfir SkammáVeiðimennAlmenningur á Íslandi á ótrúlega mikla möguleika að veiða upp á miðhálendinu. Mjög gaman getur verið fyrir fjölskyldur að fara saman til veiða og er þá ekki aðal atriðið að veiða mikið heldur til til Veiðimennað dvelja saman, sýsla við veiði, elda góðan mat og halda kvöldvökur eða spila á spil og tefla.Veiðikort eru þægileg og gefa möguleika á því að veiða víða en kortið kostar ákveðna upphæð sem gildir yfir sumarið.

Víða er hægt að leigja fjallakofa og vafalítð á það eftir að aukast að slíkir fjallakofar verði reistir við læki og vötn. Yfirleitt er orði þokkalega greiðfært um allar helstu staði á hálendinu. En fólk verður að gæta þess og virða það að aka ekki utan vega einungis í merktum slóðum. 

Það eru ýmis ævintýri sem gerast í veiðiferðum, fólk dettur í vatnið þessi eða hinn missti þann stóra og það þarf að vaða yfir læki á smáár. Slíkt getur verið nýr heimur fyrir borgarbörn og líður seint úr minni. Myndirnar eru teknar við Skammá á Arnarvatnsheiði og sést þegar yngrafólkið er ferjað yfir ána og svo þegar veiðifólk hugar að afla og veiðistöðum.


mbl.is Veiðimyndakeppni, Syrpa 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband