Hlutverk lögreglu

Í lögreglulögum frá 1996 nr. 90 13. júní segir svo um hlutverk lögreglu, tekið af vef Alþingis:

I. kafli. Hlutverk lögreglu o.fl.
1. gr. Hlutverk.
1. Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu.
2. Hlutverk lögreglu er:
   a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
   b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
   c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð [sakamála]1) eða öðrum lögum,
   d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
   e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
   f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
   g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.


mbl.is Óljóst með aðgerðir við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband