Guðmundur kann til verka

Nú eru miklir alvöru tímar. Mikil ringulreið hefur átt sér stað í þjóðfélaginu vegna hrunsins. Þeir flokkar sem tóku við eftir hrun hafa barist áfram eins og bændur fyrr á öldum í hríðarveðri ellegar sjómenn við brimskafla. Það má eiginlega sæta furðu að menn þar á bæ hafi ekki farið að gráta yfir öllu þessu fári. Þeir í stjórnarandstöðunni hafa þó eftir því sem ég hef heyrt grátið á laun yfir óförum sínum.

Guðmundur kann til verka- ef til vill. Það má eiginlega segja að hann sé einskonar verktaki í þessu máli eða gangnaforingi. 

Það hlaut að koma að þessu.

Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera. Ekki get ég stofnað stjórnmálaflokk eins og Guðmundur þó ég sé alinn upp innan um Framsóknarmenn og hafi alla tíð þótt vænt um þá.

Ég hef orðið fyrir nokkrum útgjöldum vegna þess að ég hef haft mig í frammi í máli sem varðar misvægi atkvæða og þurfti að fá lögfræðaðstoð til að skrifa Umboðsmanni Alþingis.

Ég er að hugsa um að fara að safna dósum í Suðvesturkjördæmi til að hafa upp í kostnað og þá er náttúrlega hægt að ræða við fólk í leiðinni um stjórnmál.Smile


mbl.is Áhugi víða fyrir nýju framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband