Þegar sá nýfæddi gleymdist

 

Þegar sonurinn gleymdist:

Eitt sinn, í júnílok var ég að flytja fé á fjall. Þá var nýfæddur sonur á heimilinu, f. 16. júní. Móðir hans vildi fá að koma með og var barnið dúðað í galla og alles.

Síðan lagði hersingin af stað. Massey Ferguson 165 með stóran vagn með 50 tvílembur, MF 135 með stóra kerru með lömbum í og svo Landrover með kerru og allt fólkið.

Þetta voru ævintýraferðir. Nú, nú, þegar við eru kominn fram í Dal þá uppgötvast að sonurinn er ekki með í för. Varð nú mikið fum og fát og ekið í snarhasti til baka.

Þegar inn í bæin var komið svaf stráksi vært, innpakkaður á hjónarúminu, tilbúin í fjallferðir, hálfsmánaðar gamall, steinsofandi.


mbl.is Gleymdu barni á gangstétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband