Er rússneski sendiherran hlægilegur?

Á Íslandi má hver tala við hvern, ef einhver vill hlusta. Stjórnarskráin mælir fyrir um það.

Hinsvegar eru málefni ríkisins feld í ákveðnar skorður og kallast það stjórnskipun.

Þannig geta hreppsnefndarmenn spjallað saman um málefni síns sveitarfélags og ályktað um þau og snúið sér til viðkomandi ráðuneytis um úrlausn mála.

Fram kemur í fréttinni að hr. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja hafi rætt við sendiherra Rússa á Íslandi hr. Andrey V. Tsyganov um málefni og siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafna og muni hann (sendiherrann) setja málið í farveg. Sendiherrann hefur sem sagt tekið við þessu erindi til meðferðar.

Þetta er nú svolítið skoplegt mál og hr. Elliða vorkunn þó hann leiti beint til sendiherrans þar sem íslenski utanríkisráðherran er aldrei heima. En vitaskuld er sendiherra Rússa rangstæður með þetta mál og hann hlýtur að gera sér grein fyrir því.

 


mbl.is Leitar til Rússa vegna Landeyjahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband