Hliðarráðstafanir við Dyrhólaey

Oft taka stjórnmálamenn upp á því í erfiðum málum að fara tala um hliðarráðstafanir þegar allt er komið í flækju. Er þá oft og einatt farið að tala út og suður fram og aftur að þetta þurfi að gera en bara ekki nákvæmlega svona.

Nú hefur almenningi borist nokkrar fréttir um hliðarráðstafanir við Dyrhólaey, að vísu raunverulegar hliðarráðstafanir.

Hlið hafa verið sett niður á Dyrhólaey og hlið hafa verið tekinn upp á sama sólahringnum. Enginn veit hvað má og hvað má ekki. Allir eru í rétti.

Almenningur hefur skilið þessar hliðarráðstafanir, þannig væntanlega, að málið snerist um hagsmuni náttúruverndar og ferðaþjónustu og umferðarréttar, sem það gerir auðvitað.

En málið er dýpra og sýnist snúast um eignarhald og ekki eignarhald og hver á hvað og hvers er hvurs. Og hver má hafa hlið og hver má ekki hafa hlið. Ristarhlið eða vængjahlið.

En meðal annarra orða hver skyldi eiga gatið sem er á Dyrhólaey og djarfir menn hafa flogið í geng um? Veit einhver það? Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem þarf að þinglýsa landsvæði bæði ofan og neðan.


mbl.is Þinglýsa eignarhaldi á Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband