Fellur Guðlaugur Þór af Alþingi?

 Séra Halldór Gunnarsson sóknarprestur í Holti, bar upp tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem mælst er til að þeir sem haf þegið háa styrki eða notið fyrirgreiðslu sem almenningi standi ekki til boða ættu að sýna ábyrgð sína og víkja úr embættum sem þeir hafa verið kosnir til að gegna. Þessi tillaga var samþykkt eftir því sem ég veit best.

Björn Valur er að vísa til þessarar tillögu þegar hann bloggar um þessi mál. Björn Valur verður að standa við sitt framlag um þetta mál og standa fyrir máli sínu fyrir dómi. Þess vegna er eðlilegt að hann láti stefna sér. Það verður að reyna á blæbrigði málsins.

Þá mun landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksisn verða tekin til rannsóknar og væntanlega verður presturinn og fleiri Sjálfstæðismenn og jafnvel allur landsfundurinn gert að mæta fyrir dómara og útskýra hvað þeir meintu með með þessari samþykkt.

Hvort hún hafi bara verið plat og flím.

Það þarf að teygja þetta mál  og toga og láta það lifa sem lengst.

Þetta getur orðið allt hið merkasta mál.


mbl.is Fékk frest til mánaðamóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband