Lóðarleiga sumarhúsa á Þingvöllum

Lóðarleigusamningar við sumarhúsaeigendur innan þjóðgarðsins á Þingvöllum runnu út um mitt síðasta sumar, en voru framlengdir til áramóta 2010-2011.

Þingvallanefnd með alþýðuforingjana Álfheiði Ingadóttur, Björgvin G. Sigurðsson , Þráinn Bertelsson hafa nú framlengt lóðarleigusamning til 10 ára og er nú verið að ganga frá undirritun þeirra samninga.

Leiguupphæðin er 219 kr pr. lóð að lámarki á dag.

Ég hef ekki komið auga á lagaskyldu Þingvallanefndar til að framlengja þessa samninga eða að leysa sumarbústaðina til sín á matsverði. Auk þess er spurning hvort það sé samrýmanlegt að vera með sumarbústaði innan þjóðgarðs og hvort það samrýmist reglum um fornminjaskráningu svæðisins á heimsminjaskrá Unesco.

Í staðin fyrir að framlengja lóðarleigusamningana til 10 ára, átti vitaskuld að semja brottfaraáætlun um rýmingu svæðisins. Hvort sem áætlunin hljóðað upp á 5 eða 10 ára aðlögunartíma. Hús hafa oft verið flutt á Íslandi. Þannig þurfti að flytja hús úr Skerjafirði í Laugarnes á sínum tíma vegna gerð Reykjavíkurflugvallar og vafðist það ekki fyrir mönnum.

Nei í staðin fyrir það heykjast alþýðuforingjarnir  í hnjánum og veita samningum upp á 219 kr brautargengi til 10 ára í þjóðgarðinum.- 19 kr hærra en almúginn verður að borga til að fá að fara á kamarinn á Þingvöllum.

Það er svo sjálfstætt rannsóknarefni hver gaf leyfi fyrir byggingu sumarhúsa á Þingvöllum á sínum tíma og hvernig stóð á því.


mbl.is Gjaldtaka á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband