Stjórnlagaráð

Eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings urðu þeir 25 kjörmenn, sem kosnir voru og höfðu fengið afhent kjörbréf til setu á stjórnlagaþingi umboðslausir.

Fram hefur komið þingsályktun um skipun stjórnlagaráðs sem væri skipuð sömu fulltrúum og hlutu kjör til stjórnlagaþings til að gefa Alþingi ráð um nýja stjórnarskrá.

Líklegt er að þessi skipan mála  sé ekki ólögleg út frá sjónarmiðum lögfræði. En eigi að síður er málið nokkur ögrun við ákvörðun Hæstaréttar og aðra grein gildandi stjórnarskrá um þrískiptingu þjóðfélagsvaldsins.

Hæstiréttur ákvað að ógilda kosninguna en hann lagði engar sérstakar hömlur að séð verði á viðkomandi einstaklinga að koma saman til fundar undir öðrum kringumstæðum til að ræða og gera tillögur um nýja stjórnarskrá.

Þó má vel vera að það sjónarmið geti verið á floti meðal manna að hægt sé að kalla eftir fundarbanni eða lögbanni hjá fógeta um að framangreindir 25 kjörmenn hafi ekki fararleyfi til slíkra samkomu. En um það verða lögmenn að fjalla.

Hitt er sínu verra að röð upphaflegu 25 kjörmanna getur riðlast mjög ef einhver eða einhverjir ganga úr skaftinu með því að þiggja ekki setu í stjórnlagaráði.

Það helgast af því að kosningakerfið er mjög flókið og ef einn eða fleiri taka ekki sitt sæti að þá færast atkvæðin yfir á aðra kandídata og virðist engin hafa yfirsýn hvað þá muni gerast.

Þannig getur Alþingi og þjóðin staðið uppi með allt annan hóp en upphaflega var kosinn.

Virðist því málið allt vera mjög óstöðugt og valt í sessi og orka tvímælis.


mbl.is Ófætt stjórnlagaráð klýfur flokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband