Kjörkassar voru ekki innsiglaðir

Í alvöru kosningum koma kjörkassar innsiglaðir á kjörstað og helst innsiglið allan kjördaginn eða þar til talning hefst og er þá innsiglið rofið í votta viðurvist og yfirvalda.

Í kosningum til stjórnlagaþings var ekkert innsigli á kjörkössunum þegar þeir komu á kjörstað og því var sá fræðilegi möguleiki fyrir hendi að taka kjörkassana afsíðs og opna þá. Tiltölulega auðvelt var fræðilega að breyta atkvæðaseðlinum, því ekki þurfti annað en að strok efstu 4 tölurnar út á kjörseðlinum, en efsta tala hvers frambjóðanda hafði mest vægi í talningu og ekkert nafn var prentað fyrir framan hana sem gat helgað frambjóðanda skilyrðislaust  vilja viðkomandi kjósanda. 

Kjósandi skrifaði tölustafina með ,,vel yddu ritblýi" og því var þetta frekar auðvelt verk því ritblý er hægt að stroka út.

Þetta er sá veruleiki sem við blasir eftir kosningarnar hverjum  kjósanda sem það vill, þó það sé hér skýrt tekið fram að þessi veruleiki var fyrir hendi fræðilega séð.

Landskjörsstjórn hefur sagt af sér vegna dóms Hæstaréttar og tekið þannig  ábyrgð á störfum sínum.

Hins vegar er rétt að halda því til haga sem rétt er, að innsiglin voru sett á kjörkassana eftir að kjörfundi lauk og allir voru búnir að kjósa. En það dugar bara ekki í þessu máli.

Það er réttur hvers og eins að geta krafist endurupptöku máls fyrir Hæstarétti telji hann á sér brotið. Annaðhvort vísar Hæstiréttur þessu máli frá eða tekur það til efnislegrar meðferðar, með eða án Jóns Steinars Gunnlaugssonar.

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari er ekki aðalatriðið í þessu máli heldur lagafyrirmæli þau sem fara á eftir við kosningar, sérstaklega þegar á að fara semja nýja stjórnarskrá.

En það er til lítils að fara að endurtelja atkvæði sem merkt eru með ,,vel yddu ritblýi" útstroknalegu, þegar kjörkassar hafa verið daglangt óinnsiglaðir á kjörstað.


mbl.is Jón Steinar víki sökum vanhæfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband