Sjálfstæðismenn deila um réttlætið

DómstóllÞað er mikill órói í Sjálfstæðisflokknum og sitt sýnist hverjum um réttlætið og hvernig eigi með Icesave að fara.

Sumir vilja enga samninga aðrir vilja að málið fari fyrir dómstóla.

Einhverjir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá væntanlega hægt að kjósa um stjórnlagaþing í leiðinni.

Fleyg eru ummæli Davíðs Oddsonar um að,, við borgum ekki skuldir óreiðumanna".

Ég vona bara að sjálfstæðimenn fari ekki að fara úr jökkunum og slást um málið en það virðist vera allmikill hiti í mönnum.

Sumir segja að þetta sé spurning um hvort flokkurinn klofni langsum eða þversum.

Ég held að það verði ekki. En það kemur samt einhver Icesave stífla í flokkinn og endi með því að flokksmenn fari hver heim til sín.


mbl.is Snýst um ískalt hagsmunamat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn í eins jakkafötum

Ég sé ekki hvað myndin sem birt er með fréttinni á við málefnið sem til umræðu er.

Þessi mynd er væntanlega af landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir kosningu þessara manna.

Það kemur þessari frétt ekkert við. Myndin er áróðursmynd ekki fréttamynd.

Nær hefði verið að birta mynd af samningnum eða þegar samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Það eina sem ég tek eftir er að mennirnir eru í eins jakkafötum.

Svona mosagrænum eftir því sem mér sýnist. Þó ekki vinstri grænum.Grin

Sjálfstæðismenn eru engir sigurvegarar í Icesavemálinu.

Það var flokkur þeirra sem kom því ástandi á að nokkrir pókerspilarar á vegum Sjálfstæðisflokksins komust yfir Landsbankann og hófu söfnun fjár í Bretlandi og Hollandi sem þeir voru svo ekki menn til að skila.Bandit

Ég hef ekkert á móti því að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. En ég held að þorri almennings sé alveg búin að fá sig fullsadda af slíku nú um stundir.

Svo er færð tekin að þyngjast og veður orðin válynd á Þorranum og það hefur verið venja að standa ekki þá í miklum atkvæðagreiðslum við slíkar aðstæður.

Menn láta sig þó hafa það að brjótast á Þorrablót sér til skemmtunar.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband