Goðafoss strandar við Noreg

Það er gott að menn gefi sér tíma til að íhuga málin áður en farið er í einhverjar flausturslegar björgunaraðgerðir.

Þekkt er dæmið þegar Guðrún Gísladóttir KE-15 strandaði við Noreg og var rifin af skerinu og sökk strax. Ekki veit ég betur en það hafi verið ákvörðun norskra stjórnvalda.

Og nú stekkur lóðsinn í land áður en hann er búin að koma skipinu út fyrir skerjagarðinn.

Já, norskum stjórnvöldum eru mislagðar hendur á stjórn skipaumferðar í norskri lögsögu.

Um þverbak keyrði svo þegar þeir sektuðu skipstjóra Stakkanesinu sem átti að vera björgunarstöð fyrir björgun Guðrúnar Gísladóttur.

Skipstjórinn tilkynnir sig þegar hann kemur inn í 12 mílur og aftur þegar hann kemur inn í 4 mílur og slær þá af ferðinni og lónar og bíður átekta og væntir lóðs og þá hringja þeir í hann til baka til að segja að hann megi ekki fara þessa leið en þá er hann kominn í gegnum leiðina. Þessi siglingaleið er hvorki óþekkt né ólögleg, þessa leið fara langflestir bátar. Þetta var við Lofoten.

Heimild: Bæjarins Besta 24.01 2003

Ástæður strands Goðafoss koma í ljós við sjópróf.


mbl.is Ákveða með Goðafoss á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband