Hver ber ábyrgð á seinagangi í fiskveiðistjórnunarmálinu?

Jón Bjarnason ráðherra hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna gerð nýs frumvarps um fisveiðistjórnunarmál.

Forsætisráðherra hefur eitthvað verið óánægður um vinnubrögð og seinagang í málinu og látið það í ljós og  það hefur litið út eins og það væri Jóni einum að kenna.

Jón Bjarnason tók við sem sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra vorið 2009. Stefna ríkistjórnarinnar var svokölluð fyrningarleið í kvótamálum. Var skipuð nefnd til að gera tillögur að breytingum. Formaður Guðbjartur Hannesson og varaform. Björn V. Gíslason. Nefndin átti að skila áliti haustið 2009, en skilaði því seint haustið 2010.

Þá um haustið hélt Jón Bjarnason fjölmennan fund á Grand Hótel og var hvert sæti skipað og fór hann þar yfir málið. Ljóst var að mikill áhugi vara á málinu.

Að því loknu fór umfjöllun um málið og frumvarpssmíðin undir hóp sem áttu sæti þingmenn stjórnarflokkanna og síðar ráðherrar. Þingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir var í öllum þessum nefndum og þegar loks kom fram frumvarp til laga fyrir Alþingi og því var vísað til nefndar sem Lilja Rafney var í forustu fyrir. En einmitt þá fjóra mánuði sem þingkonan hafði málið á sinni könnu rykféll kvótafrumvarpið og það var ekki fyrr en nefndin lagði niður störf og skilaði af sér aftur til ráðuneytisins, sem formaður og varaformaður , þær Lilja Rafney og Ólína Þorvarðardóttir buðust til að semja nýtt frumvarp.

Hvað tafði þær frá því verki sumarlangt. Þegar svo málið kom aftur inn í sjávarútvegsráðuneytið í byrjun október var skipuð þverfaglegur starfshópur til að fara yfir málið út frá fyrirliggjandi gögnum.

Niðurstaða hópsins var kynnt í ríkisstjórn í lok nóvember eða réttum sjö vikum eftir að Lilja Rafney fráfarandi formaður sjávarútvegsnefndar skilaði málinu af sér til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

Þannig að tafir á þessu máli hljóta að skrifast á marga og eins hitt að mjög erfitt verður að ná einhverri sátt um þetta mál. 

Seinagangur málsins snýst ekki um ráðherrastóla eða hvaða ráðherrar verða reknir úr ríkistjórn fyrir engar sakir.

Málið snýst um stefnu ríkistjórnarinnar í sjávarútvegsmálum.


mbl.is Allir ráðherrastólar undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt fyrirkomulag á framlögum til stjórnmálastarfsemi.

Á kjörskrá við síðustu Alþingiskosningar voru 227896 kjósendur. Atkvæði greiddu 193934 kjósendur. Framlagið sem greitt er, er tæpar 300 milljónir eða 1316 krónur á kjósanda.

Eðlilegast væri að framlagið fylgdi kjörseðlinum. Kjósandinn fengi kjörseðilin auk ávísunar kr 1316/ár og héldist sú greiðala pr. ár á meðan nýtt Alþingi væri ekki kosið. Kjósanda væri skylt að hefta ávísunina við kjörseðilinn og setja hann þannig í kjörkassan. Ávísunin væri ekki innleysanleg í banka af einstaklingi.

Við talningu atkvæða væri jafnframt lagt saman hvað hvert framboð fengi af fjármunum og þeim væri síðan deilt út á viðkomandi þingmenn framboðanna sem héldu þeim réttindum út kjörtímabilið án tillits til hvort fólk yfirgæfi framboð eða ekki.

Þau framboð sem ekki næður þingmanni inn fengju eigi að síður framlög næðu þau 2% fylgi. Framlög framboða sem næðu innan við 2% færðust til svokallaðs Málfrelsinssjóðs og væri greitt úr honum samkvæmt skipulagsskrá sem Alþingi sett.

Framlög til þeirra sem ekki mættu á kjörstað féllu niður. Framlög þeirra sem skiluðu auðu eða ógiltu atkvæði sitt  færi til góðgerðarmála samkvæmt nánari fyrirmælum frá Alþingi.


mbl.is 6 þingmenn vildu afnema styrki til stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband