Ráðherravakt í SV-kjördæmi

Ögmundur Jónasson alþingismaður VG og innanríkisráðherra stendur einn ráðherravaktina í SV-kjördæmi.

Þar eru 58 þúsund kjósendur. Ráðherrar Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi þau Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir eru að hverfa úr ríkistjórn. Þar með má búast við að sá hluti stjórnmálalífs Samfylkingarinnar í kjördæminu leggist af og fari í eyði til langframa.

Þessi ráðherrakapall er með ólíkindum og gengur ekki upp.

Ég held að það verði engin ríkisráðsfundur á morgun.

Þjóðin mun nú um þessi áramót syngja ,, Ólafur reið með björgum fram, villir hann stillir hann".


mbl.is Fundahöld um allt hótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SV-kjördæmi stærsta kjördæmi landsins

Þetta er nú svolítið undarlegt að láta ráðherra fara úr ríkistjórn sem er þingmaður og oddviti flokksins í stærsta kjördæmi landsins. Og hinn ráðherra flokksins í SV-kjördæmi kominn á steypirinn og verður að fara sinna ungviðinu.

Svo sniðgengur Sjálfstæðisflokkurinn SV- kjördæmi algerlega í málefnum sem varða jöfnun atkvæðisréttar (kjósendur í SV með helmingi minni atkvæðisrétt en í NV-kjördæmi), með sérstakri tillögu á landsfundi  um að eig skuli atkvæðisrétturinn lagfærður.

Það er undarlegt fólk sem býr þarna í þéttbýlasta og fjöllmennasta kjördæmi landsins, ef það lætur þetta yfir sig ganga hávaðalaust.

Að vera utangarðsfólk í stjórnmálum landsins í eigin heimabyggð.


mbl.is Kristján og Sigmundur á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband