Hagkvæmar virkjanir við Blöndu

ÁÍ fréttinni segir ;

,,að þrjár virkjanir hafa verið til skoðunar. Sú efsta er Kolkuvirkjun sem virkjar fallið úr Blöndulóni yfir í Þrístiklu og verður stöðvarhús hennar staðsett sunnan við Þrístiklu. Næsta er Fannlækjarvirkjun sem virkjar fallið frá Smalatjörn í Austara-Friðmundarvatn og verður stöðvarhúsið staðsett sunnan við vatnið. Sú þriðja er Gilsárvirkjun sem virkjar fallið frá Austara-Friðmundarvatni niður í Gilsárlón og verður stöðvarhúsið staðsett mitt á milli Gilsárlóns og Austara-Friðmundarvatns."

Ég man ekki betur en það hafi alltaf verið gert ráð fyrir að byggja þessar virkjanir þegar samningurinn um Blönduvirkjun var gerður, gott ef ekki þær séu nefndar í honum.

Þarna er miðlunin öll fyrir hendi og veituleiðin. Það leynast víða matarholur í orkukerfi landsmanna.

Arðsemi virkjana hefur verið til umræðu. Aðal ávinningur landsmanna er auðvita að vera vinna við auðlindirnar. Ríkið fær skatttekjur af vinnu og aðföngum. Þetta er bara eins og hver annar búskapur.

,,Margs þarf búið með" segir gamall málsháttur. Það er alltaf hægt að auka og bæta búið svo er auðvita hægt að halda því í góðum og föstum skorðum.


mbl.is Undirbúa þrjár smávirkjanir í Blöndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband