Skýrsla um rjúpnaveiði

Rjúpnaskytta

Maður er nefndur Högni Jensson. Hann var lausamaður í Svínavatnshreppi upp úr 1950 og gekk til rjúpna frá bæjunum Litladal, Stóradal og Syðri-Löngumýri í sömu sveit.

Ég var eitt sinn aðstoðarmaður hans og var þá 11-12 vetra. Alltaf hafði Högni rjúpu. Í minningunni var þetta svona 10-30 rjúpur á dag þegar viðraði. Rjúpnveiðitímabilið var frá 15. október til 22. desember.

Það undarlega við þetta var að alltaf var rjúpa á svæðinu. Fleiri menn gengu til rjúpna í sveitinni. Hygg ég að þarf hafi verið Svíndælingar og Bakásamenn.

Þegar ég horfi til baka finnst mér þetta merkilegt að alltaf hafi verið rjúpa á veiðisvæðinu fram undir jól.

Ég hef komið með þá kenningu fyrir sjálfan mig að á Auðkúluheiði var mikið um rjúpu sem menn áttu örðugt með að veiða vegna þess að vegaslóðarnir urðu fljótt ófærir og menn komust ekki til rjúpna þegar líða fór á. En þegar harnaði á heiðinni þá sótti rjúpan niður í bygg og fyllti í skarði þegar aðrar voru skotnar.

Eftir að samgöngur bötnuðu hafa menn almennt komist greiðara inn á hálendið og stráfellt rjúpuna á fáum dögum. Tvisvar hef ég farið ríðandi á Auðkúkuheið til rjúpna og var það meira gert til að upplifa það að vera við veiðar við þannig aðstæður. Svo er það líka léttara að bera sig um.

Ég hef aldrei verið magnveiðimaður. Veitt bara í jólamatinn og svoleiðis. Ég býst við að ég fari að taka upp þann háttinn við rjúpna spekúlasjónir að fara nota myndavélinna í stað byssunnar.


mbl.is Veiði leyfð á 31 þúsund rjúpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband