Öll höfum við lært það í barnaskóla hvernig menn helguðu sér bújarðir. Þar kemur kvígan og eldurinn við sögu frá sólarupprás til sólarlags. Hugmyndafræðin að baki þessari aðferð er væntalega sú að menn kæmust ekki yfir meira land en dugnaður þeirra hefði afl til. Þ.e.a.s menn gátu ekki helgað sér ótakmarkað land.
Engin lög voru til um að hægt væri leggja undir sig öræfin og almenninga enda töldu menn þá að í slíku fælust engin verðmæti. Bændur ráku búsmala til heiða og kallaðist það afréttarnot og festust þær heimildir við bújarðirnar þ.e. fasteignina, en hrepparnir fóru með stjórn og umsjón með afréttum og fjallskilum bænda.
Ágreiningur hefur risið hver ætti öræfin og almenninga þ.e. hálendi Íslands. Frægasti dómur þar um er dómurinn um Landmannaafrétt, þar sem Hæstiréttur taldi að það væri eigendalaust land og í raun kallaði eftir löggjöf þar um og af því máli eru þjóðlendulögin sprottin. Bændur ættu hinsvegar takmörkuð réttindi á landinu þ.e. beitarréttindi.
Þá er til dæmi um Auðkúluheiði í A-Hún. þar sem hreppurinn keypti heiðina af Auðkúlukirkju. Það mál kom til úrlausnar Hæstaréttar og dæmdist að bændur ættu beitarréttindi eða afréttarnot en ekki grunnlandið.
Ég geri ráð fyrir að Vestur-Húnvetningar séu með pappíra í höndunum svipaða og Svínhreppingar voru með um Auðkúluheiði.
Í bókinni Húnaþing ll sem er skrá yfir jarðir og ábúendur er sagt frá því á bls. 558 um jörðina Aðalból að skömmu fyrir aldamótin (1800-1900 ) hafi Torfustaðahreppur í V-Hún. keypt heiðarlandið undan jörðinni, Kjálkann og Tunguna ( Aðalbólsheiðina). Arnarvatn auk fleiri vatna hafi fylgt heiðinni.
Þarna mun vera um að ræða afréttarnotin, því menn geta aldrei selt það sem þeir eiga ekki það er grunnlandið og er þar vísað í reglur um hvernig menn helguðu sér land og úrlausnir Hæstaréttar um skyld málefni.
En afréttarnotin eiga bændur. Það rengir engin maður.
![]() |
Mótmæla sölu veiðileyfa í afrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2011 | 00:14 (breytt kl. 00:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 24. október 2011
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 12
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 601421
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar