Vöruskipti við útlönd hagstæð

 ,,Nr. 247/2010

Vöruskipti við útlönd, bráðabirgðatölur fyrir nóvember 2010

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2010 var útflutningur fob 48,3 milljarðar króna og innflutningur fob tæpir 38,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 10,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum".

Heimild: Hagstofan fréttatilkynning.

,,Á morgun mun Hagstofan birta tölur um vöruskipti við útlönd á tímabilinu janúar til nóvember 2010. Ef bráðabirgðatölur nóvembermánaðar reynast réttar nemur afgangur af vöruskiptum á þessu tímabili um 109 milljörðum króna. sem jafngildir aukningu upp á 44% á föstu gengi frá sama tímabili árið á undan.

Þannig hefur vöruútflutningur aukist um 15% á sama tímabili reiknað með þessum hætti og vöruinnflutningur aukist um 9%.

Hvað útflutning varðar þá skýrist aukningin einna helst af auknum tekjum af útfluttum iðnaðarvörum en skýring á auknum innflutningi liggur að mestu í auknum innflutningi hrá- og rekstrarvara. Er því útlit fyrir að vöruskipaafgangur síðastliðins árs verði á bilinu 115-125 milljarða króna. sem er mesti afgangur í a.m.k. tvo áratugi, en tölur Hagstofunnar ná aftur til ársins 1989".

Heimild: vísir.is

Þetta er það sem skiptir þjóðarbúið afar miklu máli og hér hefur þróuninni svo sannarlega verið snúið við.

Fjármálaráðherra, VG og öll þjóðin geta því glaðst yfir þessum árangri.


mbl.is „Þetta verður góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband