Fjölmæli

Fjölmæli heitir bók ein eftir dr. Gunnar Thoroddsen fv. forsætisráðherra og lagaprófessor, sem fjallar um fjölmæli og ærumeiðingar.

Ritið er gefið út af Menningarsjóði 1967 og tók Lagadeild Háskóla Íslands ritgerðina gilda til doktorsprófs.

Ritið er í þrem meginþáttum.

Fjallar hinn fyrsti um íslensk lög og lagaframkvæmdir. Eru þar rakinn  refsimæli Grágásar er giltu á þjóðveldistímanum. Lýst reglum Járnsíðu og Jónsbókar og ýmsum fleiri lagabálkum er varðar ærumeiðingar.

Í öðrum þætti  eru raktar réttarreglur um æruna og vernd hennar og viðurlög.

Í þriðja þætti er tekið saman yfirlit um rétt nokkurra landa um ærumeiðingar.

Þetta er rit upp á 467 blaðsíður og fróðlegt hverjum þeim sem hefur sig í frammi á opinberum vettvangi og vill ekki lenda í málaferlum út af ærumeiðingum.

En sá stígur er mjög vandrataður sérstaklega núna þegar fólk hefur mikla möguleika á að tjá skoðanir sínar í rituðu máli, en það er auðvelt að hlaupa á sig þegar fólk er að flýta sér.


mbl.is Ástþór færður til skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband