Allt frá dögum Kveldúlfs útgerðarfélags Thorsaranna hefur verið erfitt hjá útgerðinni. Hjá of mörgum safnast upp skuldir.
Maður hefur heyrt að nokkru leiti sé það vegna brasks sem komi útgerðinni ekki við og menn taki bara lán. Ég trú því svo sem mátulega. Sjómenn og útvegsbændur eru að mestu leiti dugnaðarfólk.
En til að komast að því hver raunverulegur útgerðarkostnaður er væri ástæða fyrir sjávarútvegsráðherra að setja það í nýja frumvarpið um stjórn fiskveiða að vera með ákvæði sem héti ÚTBOÐ Á HINU EVRÓPSK EFNAHAGSSVÆÐINU.
Boðið væri í veiðar á tilteknu magn af nytjafiski með þeim útboðsskilyrðum að Íslendingar væru að mestu í áhöfnum og við vinnsluna.
Með þessu fengist glögg mynd af raunverulegum útgerðarkostnaði sem hægt væri svo að hafa til hliðsjónar um annan útgerðarrekstur.
Veiddur afli væri lagður inn á höfuðsstólsreikning í Seðlabanka Íslands að frádregnum kostnaði.
Það væri þægilegt fyrir fjármálaráðherra að geta haft smá sjóð til geta borgað útgjöld.
![]() |
Almennir launamenn í gíslingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.1.2011 | 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar nokkuð var liðið á talningu til stjórnlagaþings kom upp sú staða að 10.000 vafaatkvæði voru að veltast fyrir framan talningarfólkið og enska talningar vélin gat ekki lesið.
Kjósendur þurfti að skrifa 4 tölur í reit þess sem það ljáði atkvæði sitt. Alkunna er að fólk skrifar tölur með ýmsum hætt og getur það verið býsna erfitt oft á tíðum að vita hvað skrifað hefur.
5 verða að 8 og 1 verður að 7 og öfugt.
Litlar fréttir eru að þessum máli nema landskjörstjórn reyndi að spjara sig að úrskurða um þetta en eitthvað var lítið um það að frambjóðendur fylgdust með þessu máli.
Svo er það ritblýið en um það segir svo í lögum frá Alþingi:
81. gr. Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur. Á borðinu skulu vera ekki færri en tvö venjuleg dökk ritblý er kjörstjórn lætur í té og sér um að jafnan séu nægilega vel ydd. 82. gr. [Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum.
Það er mikill eðlismunur á því að setja einn kross í afmarkaðan reit með ,,vel ydduðu ritblýi" en þurfa að skrifa 25x4=100 tölustafi í reit sérstaklega ef fólk er skjálfhent. Þá vill 5 oft verða að 8 og 1 að 7.
Þessi töluskrift við atkvæðagreiðslu með vel ,,ydduðu ritblýi" er óhæfa.
Það er lögboðið að við alla samninga skal nota löglega blekpenna.
Við þessar kosninga hefði verið nauðsynlegt að nota þar til gerða stimpla.
Ekkert nafn var aftan við tölustafina til að leiðbeina landskjörstjórn um hver ætti að fá atkvæðið svo þarna liggur mikill vafi í kosningunni að mínu mati..
![]() |
Ræddu hugmyndir um afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.1.2011 | 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 27. janúar 2011
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601429
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar