,, Það var engin vanræksla"?

Það er gott að það er búið að birta þetta lögfræðiálit lögfræðistofunnar Lex og einnig minnisblað aðallögfræðings Seðlabankans Sigríðar Logadóttur.

Þessar upplýsingar hreinsa andrúmsloftið.

Seðlabankastjóri á hrós skilið fyrir þetta. 

Þetta er allt saman fortíðarvandi.

Í nýútkomnum Þjóðmálum, tímariti um stjórnmál og menningu er birt grein eftir Davíð Oddson fv, seðlabankastjóra sem ber heitið; ,,Það var engin vanræksla". Greinin er svar Davíðs við athugasemdum sem komu fram í bréfi Rannsóknarnefndar Alþingis til hans 8. febrúar 2010.

Ekki er hægt að fara í útlistanir á greininni hvernig hún horfir við leikmanni en hún er eigi að síður forvitnileg í ljósi þeirra atburða sem eru að eiga sér stað nú að loknum Hæstaréttardómi um lögmæti myntkörfulánanna og svo þessa lögfræðiálits og minnisblaðs sem birt hefur verið.


mbl.is Búin að ná botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband