Samkvæmt lögum nr. 36 22. maí 2001 á Seðlabanki Íslands að stuðla að öruggu fjármálakerfi;
,,4. gr. Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd".
Seðlabanka Íslands ber að athuga verði hann þess áskynja að eitthvað sé óeðlilegt við fjármálakerfi eða meinbugir á fjármálagjörningum eða fjármálastarfsemi, að hlutast til um að slíkt eigi sér ekki stað og taka tafarlaust í taumana.
Til þess hefur hann haft næg tækifæri svo sem með athugunum, rannsóknum og tilmælum, viðræðum og leiðbeiningu eða þá beinum skipunum, nú eða þá að leita til dómstóla ef aðilar fara ekki eftir hans forsögn og leiðbeiningum.
Þetta hlutverk hefur Seðlabanki Íslands að því er virðist, vanrækt og er öllum mönnum augljóst miðað við hvernig málefnum þjóðarinnar er komið. Það er algert haldleysi að benda á eitthvað annað.
Það veit allt fulltíðafólk að Seðlabankinn er ekki dómstóll. Þessa vegna ætti núverandi forysta Seðlabankans ekki að vera birta svona yfirlýsingar.
![]() |
Seðlabankinn ekki dómstóll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.8.2010 | 19:11 (breytt kl. 19:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru erfiðir tímar hjá bændum. Það er búið að vera mikil eldgos og öskufall og valdið miklum búsifjum. Að vísu hefur þetta verið staðbundið á ákveðnu svæði.
Spretta hefur svo sem verið ágæt og heyöflum góð en þó hafa melatún brunnið vegna þurrka og vandséð að hægt sé að fá nokkrar bætur út á slíkt.
Þá hafa menn ekið ógætilega innan um lambfé og talið er að yfir 80 fjár hafi farist af þeim völdum á Vestfjörðum einum og munar um minna. Ekki bætir nú úr skák að bændur eru farnir að finna ummerki um sauðaþjófnað á láglendi og er nú skörin farinn að færast upp í bekkinn.
Eilíf umræða um samkeppni getur nú verið þreytandi fyrir bændur þegar þeir koma kúguppgefnir inn frá bústörfum. Neytendur eru sífellt að sífra um lægra verð á búvöru en gera sér enga greina fyrir því hvað þarf að hafa fyrir hlutunum. Á meðan þeir geta hangið í sumarfríum, jólafríum, páskafríum, helgarfríum, hinsegin dögum, menningarnótt, eða 150 daga á ári verða bændur að vinna.
Það er nú nóg fyrir bændur að hafa áhyggjur af girðingarmálum milli nágranna og þessu eilífa pexi í smalamennskum og göngum og réttum heldur en að þurfa taka þátt í því að vera att saman við nágrannann um einhverja samkeppni.
Samkeppnin til sveita felst nú aðallega í því að hafa hús sæmilega máluð, græn tún og myndarlegar búvélar og sauðfé af Séra-Guðmundarkyninu og vera vel ríðandi.
![]() |
Segja frumvarp draga úr samkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.8.2010 | 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 6. ágúst 2010
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 601433
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar