Þjóðlenda í Vestmannaeyjum?

Ég fór til Vestmannaeyjar í sumarleyfinu og ferðaðist um eyjarnar. Þar er margt skemmtilegt að sjá. Hafði ekki komið þar síðan 1964.

Grjót í VestmannaeyjumÍ janúar 1973 hófst gos þar eins og kunnugt er. Mikið hraun rann þar fram í sjó og var nærri búið að loka höfninni en mönnum tókst að koma í veg fyrir það með aðgerðum sem alþjóð eru kunnar.

Mikið öskufall varð þarna og fór hluti byggðarinnar undir vikur og hraun. Nú er hafin uppgröftur þar og hefur verið talað um Pompei norðursins og er mjög fróðlegt að litast þar um en um leið lærdómsríkt að gera sér grein fyrir náttúruöflum  landsins og lífsbaráttu fólks.

Í norðurhluta  hraunsins sem runnið hefur í sjó fram og myndað nýtt land eru ummerki um efnistöku á jarðefnum all nokkur. Eru þarna malargryfjur.

Þegar ég rölti þarna um fór ég að velta því fyrir mér hvort hraun sem rennur í sjó fram  og myndar nýtt land væri í einkaeign eða ný þjólenda? Þetta er væntanlega lögfræðileg spurning?

Árni Johnsen hefði átt í sínu tilvik, sem skapandi listamaður í lagasetningu, að heyja sér grjót eða efni í nýahrauninu og láta svo reyna á málið fyrir dómstólum, ef einhver kærði.

GaujulundurÞó hraunið sé úfið og berangurslegt hefur samt verið búin til lundur í því við vesturendann mjög haganlegur og fallegur sem nefnist Gaujulundur. Það starf er til marks um hvað hægt er að gera þegar elja dugnaður og útsjónarsemi er fyrir hendi.


mbl.is Árni skilar móbergshellum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvælaöryggið ótryggt

Með núverandi hámarksafurðarstefnu í mjólkurframleiðslu er matvælaöryggi þjóðarinnar stefnt í tvísýnu.

Nú nýverið kom fram í fréttum að afurðarhæsta kýrin í skýrsluhaldinu mjólkaði rösklega 15.000 lítra. Það er ótrúlega há nyt og slíkar hámarksafurðir byggjast að miklum hluta á innfluttum fóðurbæti. Og ef eitthvað raskaðist með aðföng væri vá fyrir dyrum.

Kýrnar að Hálsi í Kjós mjólka um 3000 lítra á ári og engin eða sáralítill fóðurbætir notaður. Það bú mundi fullnægja skilyrðum um matvælaöryggi mjög vel.

Talað er um að búvörusamningum í mjólkurframleiðslu fylgi skyldur og réttindi. Það má vel vera að svo sé. Þó er hvergi að finna ákvæði um að neinn beri ábyrgða á því sérstaklega, að mjólkurvörur séu til sölu hvar sem er á landinu á samræmdu verði.

Bændur hafa getað selt kvóta og stokkið frá jörðum sínum þegar þeim hentar og eru á engan hátt bundnir af neinum samningum  hvað það snertir. Brytjað jarðirnar niður í frístundabyggð, selt grósserum þær við hæsta verði.

Ráðamenn hafa breytt út faðminn og sagt að það sé gott að bændur geti selt jarðir sínar á uppsprengdu verði. Í Noregi skilst mér að það séu strangar reglur um sölu bújarða.

Núverandi fálmkennda og stefnuleysisstefna í landbúnaði hefur valdið stórskaða. Bændur eru stórskuldugir vegna fjárfesting  í vélum, kvótum og nýbyggingum

Menn í sparifötum hafa farið um sveitir með skjalatöskur og lokkað bændur til að taka lán sem erfitt verður að borga.

Héraðsráðunautar og fagfólk í landbúnaði virðast ekki hafa haft neina beina aðkomu að þessari þróun og landbúnaðarakademían er í felum og er aldrei spurð af fjölmiðlafólki hvernig gangi og hvort við séum á réttri leið.


mbl.is ASÍ leggst gegn mjólkurfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband