Kanínur í Sléttárdal

Jörðin Sléttárdalur í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu er í samnefndum dal og var þar stofnað lögbýli 1911. Þar hét áður Stóradalssel og var hluti af Stóradalslandi.

Þar er gott beitiland en vetrarríki talsvert. Jörðin fór í eyði 1944 og var síðasti ábúandi Bjarni Halldórsson sem þekktur var fyrir að vera mjög markglöggur.

Ég heyrði þá sögu í bernsku minni að einhverra hluta vegna urðu eftir þar um haustið, þegar ábúendur yfirgáfu bæinn, nokkrar kanínur. Mönnum til nokkurrar furðu voru kanínurnar vel sprækar um vorið.

Hægt er að fletta því einhversstaðar upp hvernig veturinn hefur verið.

Nokkrar heyfyrningar voru eftir í Sléttárdal og er talið að kanínurnar hafi lifað á þeim.

Það er tilbreyting að hafa villtar kanínur í borgarlandinu á afmörkuðum svæðum undir eftirliti.


mbl.is Ekki talin þörf á aðgerðum vegna kanína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband