Lóðarleigusamningar í þjóðgarðinum útrunnir

ÞingvellirÁ 369 fundi Þingvallanefndar 17. febrúar 2010 var samþykkt að framlengja alla lóðarleigusamninga fram til 31. desember 2010 en þeir eru nú allir útrunnir innan þjóðgarðsins.

Á fundi Þingvallanefndar 20. maí 2010 var rætt um að gera þyrfti úttekt á rotþróm og vatnsöflun innan þjóðgarðsins.

Á sama fundi var eftirfarandi texti færður til bókar:

,, Samantekt. Vinna við endurskoðun lóðarleigusamninga og byggingarskilmála er nokkuð á veg komin og er ljóst að nefndin þarf að taka afstöðu til nokkurra atriða. Meta þarf hvaða skuldbindingar íslenska ríkið hefur undirgengist gagnvart frístundabyggð þeirri er hér um ræðir með skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá Unesco og að hvaða leyti taka þurfi tillit til þeirra skuldbindinga við endurnýjun lóðarleigusamninga og byggingarskilmála. Ákveðið óska eftir umsögn frá lögfræðingi ráðuneytis Heimsminjanefndar um þetta mál".

Ég átti leið um þjóðgarðinn í sumar og ætlaði að rölta eftir vatnsbakkanum til suðurs en kom þá að girðingu sem hefti för mína. Ég taldi mig vera í þjóðgarði og kom þetta svo sannarlega á óvart. 


mbl.is Saurmengað vatn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband