Hagsmunir tryggingafélaga af rekstri slökkviliða

Sveitarfélög sjá um eldvarnir með rekstri slökkviliða. Víðast er svo myndað byggðsamlag um þessa starfsemi. Sveitarfélög greiða því starfsemi slökkviliða.

Ástæða er til að velta hagsmunum tryggingafélaga varðandi svona starfsemi og hvort þeim sé ekki akkur í að hafa velbúin og ánægða slökkviliðsmenn starfandi.

Eldur er uppiAllir almennir íbúðarhúseigendur eru með brunatryggingar á húseignum sínum og flestir með innbústryggingar. Þannig að skellurinn af brunatjóni sem ekki verður hamið vegna verkfalls slökkviliðsmann lendir á tryggingafélögum.

Það hefur nú ekki komið nægjanlega vel fram hver kjör slökkviliðsmanna er. Þegar slík umræða fer á stað eru einungis nefndir lægstu taxtarnir.

Það fer ekki á milli mála að þetta starf er erfitt þótt sæmilegar pásur séu inn á milli. Ömurlegast er væntanlega að koma á slysstað þar sem starfsmenn mæta miklum hörmungum.

Það verður sennilega að fá ráðherrana í það að slökkva þetta bál sem sýnt er með fréttinni og slökkviliðsmenn eru að kynda.


mbl.is Útlit fyrir verkfall á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband